Það verður léttara yfir eyjunum á sunnudagskvöld þegar Landakirkju í samstarfi við Suðurprófastsdæmi og KFUM og K í Vestmannaeyjum blæs til Eagles-messu í Landakirkju kl. 20:00.

Hljómsveitin Hafernirnir leika nokkra af helstu slögurum Eagles en hún samanstendur af þeim Birgi Nielsen á trommum, Kristni Jónssyni á bassa, Þóri Ólafssyni á hljómborð, Gísla Stefánssyni á gítar og þeim Jarli Sigurgeirssyni og Sæþóri Vídó sem báðir leika á gítar og syngja.

Að sjálfsögðu er frítt inn eins og á aðra viðburði kirkjunnar. Lofað er mikilli stemningu.