Íbúar Hraunbúða eiga ekki eins auðvelt með að sækja Guðsþjónustur eins og þeir sem yngri eru í samfélaginu og því mæta prestar kirkjunnar reglulega inn á Hraunbúðir og eru með helgistundir og Guðsþjónustu.

Helgistundir eru annan hvern miðvikudag kl. 11:00 og svo eru Guðsþjónustur að jafnaði einu sinni í mánuði á sunnudögum kl. 15.30. Næsta Guðsþjónusta á Hraunbúðum fer fram á sunnudaginn kemur, þann 1. febrúar á fyrrgreindum tíma.

Mynd: eyjar.net