Kirkjukór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína nk. miðvikudagskvöld, 11. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust.

Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og líkur svo upp í Landakirkju. Silja Elsabet Brynjarsdóttir syngur einsöng með kórnum sem er dyggilega stýrt af Kitty Kovács organista Landakirkju.

Miðaverði hefur verið stillt í hóf en það er litlar kr. 2.500 fyrir þessa tónlistarveislu á aðventu.