Við minnum á að 12 spora starfið okkar, Vinir í bata hefst von bráðar

Kynningarfundur verður mánudaginn 16. september kl. 18:30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir öllum til þess að kynnast starfseminni og reyna aðferðina. Eftir það eru myndaðir svokallaðir fjölskylduhópar og ekki bætt fleirum við.

Áhersla er lögð á nafnleynd, trúnað og traust. Nánari upplýsingar um þessa vinnu er á heimasíðu vina í bata www.viniribata.is Við notum vinnubók sem heitir Tólf sporin Andlegt ferðalag, hún fæst í bókabúðinni.