Sunnudagaskólinn í Landakirkju hefur göngu sína í ný eftir sumarfrí sunnudaginn 1. september nk. kl. 11:00. Eins og fyrr verður nóg um að vera í vetur. Tónlistin á sínum stað, Holy Moly, sögur, leikir og kærleikur. Sunnudagsguðsþjónusturnar sem hafa verið kl. 11:00 í sumar færast því yfir á vetrartímann, kl. 14:00 og munu fermingarbörn vetrarins mæta ásamt foreldrum og eiga þau svo stund með prestum eftir messu þar sem farið verður yfir veturinn í fermingarfræðslunni.

Á sunnudagskvöldið verður fyrsti æskulýðsfundur vetrarins hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum. Hann er í höndum Gísla Stefáns æskulýðsfulltrúa og leiðtoga í æskulýðsstarfinu og hefst kl. 20:00. Mæting í safnaðarheimilið.