Uppstigningardagur er messudagur eldri borgara í kirkjunni og því fögnum við að sjálfsögðu í Landakirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí kl. 14:00.

Sr. Viðar prédikar og þjónar en söngur er alfarið í höndum sönghóps eldri borgara. Lalli stýrir þeim gleðilega hóp líkt og hann hefur gert undanfarin ár.

Að messu lokinni hefur Kvenfélag Landakirkju boðið upp á messukaffi niðri í safnaðarheimili en kvenfélagið ætlar nú að hafa vöfflukaffi. Það hefur alltaf verið mikil gleði í þessum messum og það verður engin breyting á því nú í ár.