Í Guðsþjónustu sunnudagsins sem hefst kl. 11:00 fær Landakirkja góða gesti. Barnakór Lindaskóla í Kópavegi kemur fram og syngur í messunni. Stjórnandi þeirra er Jóhanna Halldórsdóttir. Kórinn er í Eyjum á ferðalagi um helgina og vilja forsvarsmenn hans leyfa kirkjugestum að njóta söngs þeirra að því tilefni.

Komandi sunnudagur er einnig messudagur Oddfellow-systra hér í Eyjum og munu þær taka virkan þátt í messunni.

Sr. Viðar Stefánsson þjónar fyrir altari