Kór Fella- og Hólakirkju mun halda tónleika í Landakirkju laugardaginn 4. maí kl. 17:00. Kórinn telur að jafnaði 25 manns og stjórnandi kórsins er organisti Fella- og Hólakirkju, Arnhildur Valgarðsdóttir.

Tónleikarnir verða allir í léttari kantinum og gleði og kósíheit í fyrirrúmi. Frítt inn.

Kórinn mun einnig koma fram á vorhátíð Landakirkju sunnudaginn 5. maí kl. 11:00