Sunnudaginn nk. 14. apríl munu 11 fermingarbörn játast frelsara sínum í Guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00. Prestarnir okkar, þeir sr. Viðar og sr. Guðmundur Örn munu þjóna fyrir altari og aðstoða hvorn annan við messuhaldið og Kitty Kováks mun leiða Kór Landakirkju í sálmasöngnum.
Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í fræðslustofu safnaðarheimilisins og eru fermingarmessugestir hvattir til að leyfa ungviðinu að ráfa frjálst milli athafnarinnar í kirkjunni og sunnudagaskólans.
Aðrar fermingarmessur verða laugardaginn 27. apríl, sunnudaginn 28. apríl og laugardaginn 4. maí. Frekari upplýsingar má finna hér.