Landakirkja í samstarfi við Krabbavörn býður söfnuðinum til prjónamessu á sunnudaginn kemur, 24. febrúar kl. 14.00. Krabbavörn Vestmannaeyjum stendur fyrir átaki þessa dagana þar sem allir er hvattir til að prjóna bleikar tuskur til styrktar félaginu og munu messugestir verða fræddir um það verkefni í messunni, og uppskriftum af tuskunum dreift.

Að auki eru allir hvattir til að mæta með prjónavinnuna sína eða aðra handavinnu til messunnar og nýta messutímann til að prjóna, hekla eða í aðra handavinnu.

Sr. Viðar Stefánsson mun prédika og þjóna fyrir altari í þessari léttu og notalegu stund og organistinn Kitty Kovács leiða kórinn í hefðbundnum sálmasöng.