Meðlimir í Gídeon félaginu hér í Vestmannaeyjum muna leiða messu komandi sunnudags, þann 17. febrúar. Guðsþjónustan hefst kl. 14:00 og munu Gídeon-menn lesa upp úr ritningunni ásamt því að Geir Jón Þórisson, formaður þeirra félaga mun gnæfa yfir öllu í stólnum og predika. Sr. Guðmundur Örn leiðir stundina og Kitty leiðir kór Landakirkju í sálmasöngnum.