Starfið í Landakirkju hefur göngu sína á ný að loknu jólafríi. Æskulýðsfundir hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K hefjast sunnudaginn 6. janúar og krakkaklúbbarnir 1T2, 3T4 og TTT miðvikudaginn 9. janúar. Fyrsti sunnudagaskóli ársins verður á dagskrá sunnudaginn 13. janúar. Kirkjustarf fatlaðara fer svo af stað mánudaginn 14. janúar. Tímasetningar eru sem hér segir.

1T2
Miðvikudagar kl. 15:30 – 16:20

3T4
Miðvikudagar frá kl. 16.30 – 17.20

TTT
Miðvikudagar frá kl. 14.40 – 15.30

Kirkjustarf fatlaðra
Annan hvern mánudag frá kl. 17.00-18.00

Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum
Sunnudagskvöld frá kl. 20.00 – 21.30
Opin hús í safnaðarheimilinu frá 20.00 – 21.00