Jóladagatal Landakirkju sem hóf göngu sína í byrjun desember hefur vakið mikla eftirtekt og lukku. Einlægni þeirra sem koma þar fram og eru tilbúnir að deila hugsjónum sínum og tilfinningum er ómetanleg fyrir okkar góða söfnuð. Þakklæti á jólum og aðventu er sannalega mikilvægt því erillinn er hvað mest sýnilegur á þessum tíma þegar kapphlaup efnishyggjunnar stendur sem hæst.

Njótum samveru og verum þakklát á aðventu.

Hér er tengill á facebook síðu Landakirkju þar sem dagatalið má finna.