Sunnudaginn 18.nóvember mun Tryggvi Hjaltason prédika í guðsþjónustu í Landakirkju kl. 14.00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari.

Í prédikun sinni mun Tryggvi deila hluta af niðurstöðum sínum úr löngu ferðalagi þar sem hann spurði sig: “Hver er tilgangur lífsins.” Ferðalag sem hófst með dauða ástvinar. Ferðalag sem krafðist mikillar rannsóknarvinnu á mannkynssögunni og mannlegri hegðun, innihélt þjálfun hjá CIA og uppbyggingu á fjölskyldu og hjónabandi.

Tryggvi er fæddur og uppalinn Vestmannaeyjingur og er nýfluttur aftur í heimabæinn með konunni sinni Guðnýju Sigurmundsdóttur og börnunum þeirra þremur eftir langt brölt um heiminn sem þar sem hann m.a. tók þátt í að rannsaka bankahrunið, var í þjálfun hjá Bandaríkjaher, vann við tölvuleikjaframleiðslu og uppgjör við nokkrar af stóru spurningunum sem lífið hefur upp á að bjóða.