Næstkomandi sunnudag er Allra heilagra messa en þá er látinna ástvina minnst í kirkjum landsins. Landakirkja er þar engin undantekning og munum við minnast þeirra sem hafa kvatt síðastliðna tólf mánuði í Vestmannaeyjum.

Tendruð verða ljós fyrir hvern og einn og munum við biðja fyrir ástvinum okkar og minningum okkar tengdum þeim.

Guðsþjónastan hefst kl. 14:00 eins og vant er og eru allir velkomnir, sér í lagi þeir sem misst hafa ástvin á árinu.