Barna- og æskulýðsstarfi Landakirkju hófst að nýju eftir sumarfrí með fjölsóttum sunnudagaskóla sl. sunnudag. Á sunnudagskvöld var svo fjölmennur æskulýðsfundur í Landakirkju hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum og á miðvikudag fóru krakkaklúbbarnir, 1T2 (1.-2. bekkur), 3T4 (3.-4. bekkur) og TTT (10-12 ára) af stað og voru þeir einnig vel sóttir.

Tímasetningar á barna- og æskulýðsstarfi verða sem hér segir veturinn 2018 – 2019

ÆsLand – sunnudagskvöld kl. 20:00 – 21:30
Opin hús í KFUM – fimmtudagskvöld kl. 20:00 – 21:30
1T2 (1.-2. bekkur) – miðvikudagar kl. 15:30 – 16:20
3T4 (3.-4. bekkur) – miðvikudagar kl. 16:30 – 17:20
TTT (10-12 ára) – miðvikudagar kl. 14:40 – 15:30