Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag

//Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag

Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí nk. kl. 14:00 verður eldri borgara messa í Landakirkju. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Lalla og eins og endranær verður lagaval í poppaðri kantinum. Sr. Viðar leiðir messuna og predikar.

Að lokinni messu býður svo Kvenfélag Landakirkju kirkjugestum til veglegs kaffisamsætis

2018-05-05T18:40:26+00:00 7. maí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag