Fermingarárgangur komandi vors mun koma saman í Landakirkju á sérstöku fermingarnámskeiði föstudaginn 23. febrúar. Er dagskrá frá kl. 9:00 til 19:00 sem samanstendur af fræðslum, góðum mat, leik, söng og gleði. Þau Pétur Ragnhildarson og Ásta Guðrun Guðmundsdóttir koma til með að keyra mótið áfram ásamt Gísla Stefánssyni, sr. Guðmundi Erni Jónssyni og sr. Viðari Stefánssyni.

Meðfylgjandi myndir eru einmitt teknar í leik á samskonar móti fyrir nokkrum árum síðan