Þrettándaguðsþjónusta verður haldin hátíðleg í Stafkirkjunni nk. sunnudag kl. 13:00. Tónlistin verður ekki af verri endanum en mun hið margrómaða Tríó Þóris Ólafssonar leika fyrir Drottinn vorn og kirkjugesti. Tríó Þóris Ólafssonar ættu flestir að þekkja en þeir félagar hafa haldið uppi stemningunni á Sparisjóðs- og Landsbandsbanka dögum á Goslokum undanfarinna ára ásamt því að kæfa alla samkeppni á jólaballamarkaðnum.

Sr. Viðar Stefánsson mun þjóna og predika.