Dagskrá Landakirkju verður sem hér segir yfir jól og áramót

Sunnudagur 24. desember – Aðfangadagur jóla
Kl. 14:00 Bænastund í Vestmannaeyjakirkjugarði. Látinna minnst líkt og undanfarin ár.
Kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.
Kl. 23:30 Miðnæturmessa á aðfangadagskvöldi í Landakirkju. Sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Mánudagur 25. desember – Jóladagur
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Lúðrasveit Vestmannaeyja mætir og leikur jólalög fyrir guðsþjónustu og í henni.

Þriðjudagur 26. desember – Annar í jólum
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Sunnudagur 31. desember – Gamlársdagur
Kl. 18:00 Aftansöngur á gamlársdag í Landakirkju. Sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Mánudagur 1. janúar – Nýársdagur
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á nýársdag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Sunnudagur 7. janúar
Kl. 13:00 Þrettándaguðsþjónusta í Stafkirkjunni. Sr. Viðar þjónar.