Helgileikur 5. bekkjar á sunnudag

//Helgileikur 5. bekkjar á sunnudag

Helgileikur 5. bekkjar á sunnudag

Glatt verður á hjalla á sunnudagsmorgun í Landakirkja en fjölskyldumessa verður kl. 11:00 þar sem 5. bekkur Grunnskóla Vestmannaeyja flytur helgileikinn um fæðingu Frelsarans. Er það eina Guðsþjónusta dagsins. Helgileikurinn sem hefur verið í umsjón 5. bekkjar undanfarin ár er nauðsynlegur þáttur á aðventunni sem enginn má missa af. Búast má við húsfylli líkt og undanfarin ár svo gestum er bent á að koma tímanlega til að fá góð sæti.

2017-12-14T16:55:23+00:00 14. desember 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgileikur 5. bekkjar á sunnudag