Líkt og endranær er dagskrá Landakirkju á aðventu sneisafull af skemmtilegum uppákomum. Utan hefðbundinna þátta svo sem helgileikja 5. bekkjar og Kirkjustarfs fatlaðra, helgistunda ogjólatónleika Kórs Landakirkju ætlar söngvarinn og tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi að sækja okkur heim og halda tónleika í Landakirkju. Mun Karlakór Vestmannaeyja troða upp með honum þar.

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.