Frá kl. 18:00 þann 8. nóvember nk. mun fermingarárgangur komandi vors safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu líkt og undanfarin ár í nafni Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarárgangar síðastliðina ára hafa staðið sig einkar vel í söfnuninni og er það ekki síst fyrir það hve vel hefur verið tekið á móti þeim í Vestmannaeyjum.

Við hvetjum alla til að halda áfram að taka vel á móti krökkunum og styðja þetta þarfa verkefni með örfáum krónum.

“Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig” Matt. 25.35