Á sunnudaginn kemur hefst sunnudagaskólinn aftur eftir sumarfrí. Hann verður á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00 og munu þeir sr. Guðmundur Örn og Jarl Sigurgeirs keyra fjörið áfram.

Tími Guðþjónustna færist því yfir á kl. 14:00 en stundina mun sr. Guðmundur Örn leiða ásamt Kitty Kováks sem stýrir sálmasöng kirkjukórsins. Fermingarbörn næsta vors munu sitja messuna ásamt foreldrum en að lokinni messu verður farið yfir fermingarfræðslu vetrarins á fundi í safnaðarheimilinu.

Barnastarf kitkjunnar mun svo hefja gang sinn í vikunni og Æsland, Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum mun hefja starf sitt næstu helgi.