Fermt verður á hvítasunnudagsmorgun kl. 11.00 í Landakirkju en Súsanna Sif Sigfúsdóttir játast þá frelsaranum. Sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari og Kitty Kovács organisti leiðir söng Kórs Landakirkju.

Post 2.1-4 (-11)
„Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað. Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.“