Glæsilegur hópur krakka úr 4. EH í Grunnskóla Vestmannaeyja komu hlaðin skókössum í Landakirkju í morgun. Tilefnið var verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, Jól í skókassa en alls komu þau með 16 skókassa fulla af gjöfum sem fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu fá að njóta í tilefni jólanna.

Tekið er á móti skókössum í Landakirkju út föstudaginn 4. nóvember. Opið er að jafnaði frá 9 á morgnanna til 15 eftir hádegi. Sé búið að loka kirkjunni má fara með kassana niður á Flytjanda við Friðarhöfn en Eimskip er styrktaraðili og þátttakandi í verkefninu.