Allra heilagra messa fer fram í Landakirkju nk. sunnudag 5. nóvember kl. 14.00. Að því tilefni er þeirra minnst er látist hafa og er það gert með lofgjörð og söng. Sr. Guðmundur Örn messar og predikar og Kitty Kovács organisti Landakirkju leiðir Kórinn í sálmasöngnum.