Búast má við að margt verði um manninn í Landakirkju næsta sunnudag. Þjónusta dagsins hefst á fyrsta sunnudagaskóla haustsins. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti en Sr. Guðmundur Örn leiðir stundina ásamt Gísla Stefánssyni.

Fyrsta haustmessam verður kl. 14:00 frá Landakirkju en messurnar hafa verið kl. 11:00 í sumar. Se. Guðmundur Örn predikar og Kitty Kovács leiðir Kór Landakirkju í sálmasöngnum. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar hafa verið boðaðir í þá messu en að henni lokinni verður fundur í safnaðarheimilinu þar sem verður farið yfir línur vetrarins í fermingarfræðslunni og öðru tengdu.

Kl. 20:00 er svo fyrsti æskulýðsfundur vetrarins hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum. Helgistund, leikir og mikið fjör undir stjórn Gísla æskulýðsfulltrúa.