Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa fjórir sóst eftir embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli. Þeir eru:

Anna Þóra Paulsdóttir, mag. theol.
María Rut Baldursdóttir, mag. theol.
Sr. Úrsula Árnadóttir.
Viðar Stefánsson, mag. theol.

Vinna kjörnefndar, sem velur nýjan prest, hefst nú í vikunni þar sem umsækendur munu mæta í viðtal. Nýr prestur er ráðinn frá 1. september nk.