Göngumessa á goslokum hefst í Landakirkju kl. 11:00 á sunnudagsmorgun nk. Gengið verður að krossinum í Eldfelli og endað í Stafkirkjunni. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja spila. Sr. Guðmundur Örn flytur hugvekju og göngugarpar flytja bænir. Göngumessan er svo auðvitað frábær til að gíra sig upp fyrir stórleikinn í Frakklandi.