Messudegi aldraðra verður fagnað í Landakirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí með messu í Landakirkju kl. 14.00. Kór eldri borgara í Vestmannaeyjum syngur undir stjórn Lalla og sr. Guðmundur Örn Jónsson predikar.

Að lokinni athöfn býður Kvenfélag Landakirkju kirkjugestum til kaffisamsætis.