Sunnudagsmorguninn nk kl. 11:00 verður barna- og fjölskyldumessa í Landakirkju. Sunnudagaskólalögin verða sungin undir villtum gítarleik Jarls Sigurgeirssonar í bland við sálmasöng hins frábæra Kórs Landakirkju sem líkt og áður er undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn bíður svo upp á krassandi biblíuspennusögu.