Í fermingartíðinni á vorin er vaninn að sunnudagaskólin færist niður í safnaðarheimilið á meðan að fermingarmessan stendur yfir. Nk. sunnudag verður hins vegar engin fermingarmessa en fermt verður á laugardag þessa helgi. Kirkjugestir eru því boðnir margvelkomnir í sunnudagaskóla uppi í Landakirkju nk. sunnudag 3. apríl og það kl. 11.00 líkt og vanalega.