Sunnudaginn nk. þann 6. mars er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldin hátíðlegur í öllum kirkjum landsins og í tilefni af því ætlar Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum að standa fyrr Rokkmessu. Fyrir hart nær 20 árum síðan, í tíð Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur, var slík messa haldin og voru það drengirnir í hljómsveitinni D7, leiddir af söngvaranum Ólafi Kristjáni Guðmundssyni (Þ. B. Ólafssonar), sem fluttu rokkgospel af bestu gerð. Í þetta skiptið ætlar Ólafur einnig að syngja en undir hjá honum leikur hið stórmerka Landaband sem hefur séð um tónlistina í tónlistarmessunum undanfarin ár. Þar má nefna messur þar sem tónlist U2, Elvis, Johnny Cash, Blúsbræðra og Pink Floyd hefur verið leikin. Messan hefst stundvíslega kl. 20:00, prestur verður sr. Guðmundur Örn Jónsson (hver veit nema hann taki einnig lagið) og Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi predikar.