Á sunnudag nk. 2. sunnudag aðventu verður kveikt á kerti Betlehems á aðventukransinum til þess að minnast fæðingarstaðar frelsara okkur, Jesú Krists. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með söng, sögu og leikrit og í messunni kl. 14:00 koma Litlir lærisveinar fram og syngja fyrir kirkjugesti undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Úrsúla Árnadóttir fræðir börnin í sunnudagaskólanum og prédikar fyrir messugesti.