Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00 verður Pink Floyd messa í Landakirkju. Í messunni verða flutt lög af plötunum The Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall en þessar þrjár plötur eru nú þegar orðnar sígildar í huga hins almenna tónlistarunnanda. 9 manna hljómsveit sem samanstendur af þeim Birgi Nielsen, Kristni Jónssyni, Helga Tórshamar, Gísla Stefánssyni, Þóri Ólafssyni, Páli Viðari Kristinssyni, Matthíasi Harðarsyni, Jarli Sigurgeirssyni og Sæþóri Vídó mun sjá um flutning sem verður óslitin með öllu. Messan verður því einföldu helgistundarformi þar sem tónlistin ræður ríkjum. Að sjálfsögðu er frítt inn rétt eins og í aðrar messur.