Sl. sunnudag voru 20 manns saman komin í Landakirkju til þess að taka þátt í góðgerðarverkefni KFUM og KFUK á Íslandi, Jól í Skókassa. Verkefnð er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki.

Síðasti skiladagur skókassa í Vestmannaeyjum er föstudagurinn 6. nóvember nk. Skila má kössum í Landakirkju eða niður á Eimskip, Friðarhöfn.

Frekari upplýsingar um hvað má fara í skókassana og hvernig ber að ganga frá þeim er á: www.skokassar.net