Sr. Guðmundur Örn Jónsson messar á allra heilagra messu sunnudaginn 1. nóvember nk. en þá verður þeirra minnst sem dáið hafa á þessu ári sem liðið er frá síðustu allra heilagra messu. Allra heilagra messan á sér rætur í kaþólskan sið en á þeim degi er allra þeirra heilögu manna og kvenna minnst sem ekki eiga sinn dag í kirkjudagatalinu. Hrekkjavakan á beinar rætur í þenna sið en hún er einmitt haldin um þetta leiti. Orðið Halloween er stytting á „All Hallow Eve“ sem er vakan fyrir allra heilagra messu. Þeir sem vilja glöggva sig frekar á þessu er bent á neðangreinda slóð.

https://is.wikipedia.org/wiki/Allraheilagramessa