Á laugardaginn nk. 24. október, bjóða unglingar á landsmóti ÆSKÞ Eyjamönnum og börnum á fjörugt og skemmtilegt fjölskyldu-karnival í Höllinni frá kl.14.30-16.00.

Á Karnivalinu verður hægt að kaupa nýbakaðar vöfflur, kaffi og meðlæti, sælgæti og fleira. Fyrir börnin bjóðum við upp á leikjabása, þrautir, andlitsmálun, armbandagerð og margt fleira.

Dans og söngatriði frá unglingunum á sviðinu.

Allur ágóði af sölu á Karnivalinu rennur óskiptur í Pollasjóð og Hemmasjóð Hjálparstarfs kirkjunnar. Pollasjóður styrkir börn efnalítilla foreldra til tónlistarnáms og er kenndur við hina litríku hljómsveit Pollapönk, Hemmasjóður styrkir börn til íþróttaiðkunar og er kenndur við knattspyrnumanninn og eyjamanninn Hermann Hreiðarsson