Sr. Kristján Björnsson hefur verið settur sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli fram á mitt næsta sumar. Síðasta guðsþjónusta hans í Landakirkju fyrir þessar breytingar verður núna sunnudaginn 19. júlí kl. 11. Það er því nokkurs konar bless-á-meðan-messa hans í Eyjum. Kristján og fjölskylda hans mun búa í Reykjavík fyrst um sinn og gegna þjónustunni þaðan og með skrifstofu á Stokkseyri og Eyrarbakka en enginn prestsbústaður er á Eyrarbakka.

Sr. Guðmundur Örn Jónsson verður settur sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli til sama tíma. Ekki hefur verið gengið frá því hver gegnir embætti prests en það er öllum ljóst sem til þekkja að nauðsynlegt er að hafa tvo presta til þjónustunnar þegar safnaðarstarf vetrarins fer í gang í september.