Nú stefnir í tveggja stafa tölu og afar fáa metra á sekúndu og viðrar svo vel til kirkjugöngu að við getum talað um sumarmessu. Messa er samfélag við Krist og það er áréttað með altarisgöngunni. Söfnuður er líka best skilgreindur sem samfélag við Krist. Það er kirkja og við skulum minna okkur á það með því að sækja hana. Engir biðlistar. Messan byrjar kl. 11 og verður sungin á innan við klukkustund. Það er gömul og góð regla í kirkjulífi að hafa messur ekki of langar.
Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar, Kór Landakirkju syngur og organisti er Guðmundur Hafliði Guðjónsson, kantor.