Í tilefni af árlegri Goslokahátíð verður líkt og undanfarin ár gengið frá Landakirkju að gíg Eldfells og þaðan að Stafkirkjunni. Um er að ræða samkirkjulega guðsþjónusta þar sem kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Sr. Kristján Björnsson prédikar við krossinn í gíg Eldfells. Í lok guðsþjónustu og göngu býður sóknarnefnd Landakirkju uppá kaffisopa á lóð Stafkirkjunnar.