Sumar, ljómi sólar og græni skrúði sumars er samstíga hvítasunnuhátíðinni í kirkjunni. Vegna þessa samhengis er fjölskylduguðsþjónusta í Landakirkju og allir geta komið til kirkju. Kvintett trompettspilara leikur Rondo og vekur söfnuðinn eftir ræðuna. Kór Landakirkju syngur og Kitty Kovács leikur á orgelið og stýrir söngnum á hátíðinni, en sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og leggur út guðspjallið. „Ég kem til yðar,“ segir Drottinn og það er inntak dagsins. Í lúðrakvintettinum eru þau Matthías og Guðný Charlotta, Einar, Jarl og Flóvent Máni.
Athygli er vakin á því að guðsþjónustur í sumar verða allar á sunnudögum kl. 11 árdegis nema sjómannadag þegar messan er kl. 13. Eftir hádegi á hvítasunnu er guðsþjónusta á Hraunbúðum kl. 14.