Á sunnudaginn, þann þriðja í aðventu, verður helgileikurinn um fæðingu Frelsarans sýndur í Landakirkju af 5. bekk. Hefst stundin á hefðbundunum sunnudagaskólatíma, kl. 11:00 og munu barnafræðarar og prestar hafa sitthvað til viðbótar í pokahorninu. Rík hefð hefur skapast í kringum þennan gjörning, en á ár hvert sína nemendur skólans helgileikinn bæði í Landakirkju á þriðja í aðventu sem og í bæjarleikhúsinu vikuna eftir. Vonum við að svona verði þetta áfram um ókomin ár hér í Landakirkju.