Í byrjun næstu viku verður sýning á stórmyndinni The Nativity Story (Fæðingarsaga Jesú frá Nazaret) fyrir fermingarbörnin í Safnaðarheimilinu. Tíminn verður ákveðinn í samráði við kennara 8. bekkinga og eru allir nemendur þessa árgangs velkomnir á bíóið. Þessi sýning er lokaverkefnið í fermingarfræðslu fyrir jól en auðvitað keppast þau við að koma í eina guðsþjónustu um jól eða áramót. Af nógu verður að taka. Þar sem myndin er fullar 95 mínútur verða ekki hefðbundnir fræðslutímar á þriðjudögum í þessari viku né í næstu viku þegar myndin verður sýnd.