30. nóvember nk. er fyrsti sunnudagur í aðventu og fyrsti dagur kirkjuársins. Hefst hann á barnaguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem mikið verður gert úr söng og leik. Holy Moly hefur fundist aftur svo að sagan verður í því formi og fermingarbörn sjá um brúðuleikritið. Á spádómskerti aðventukransins verður tendrað ljós en það gætir alltaf mikillar eftirvæntingar hjá þeim yngstu hvað það varðar. Stundin er í höndum sr. Guðmundar og Gísli sér um hljóðfæraleikinn!

Messan kl. 14:00 verður svo með nýárssniði. Fermingarbörn lesa úr ritningunni og Kórinn leiðir sálmasöng undir stjón Kitty Kovács. Sr. Guðmundur predikar.

Fundur er hjá æskulýðsfélaginu kl. 20:00 undir stjórn leiðtoga og Gísla æskulýðsfulltrúa.