Ná á sunnudagskvöld sl. var haldin afmælismessa til heiðurs þeim 90 árum sem KFUM&K í Vestmannaeyjum hefur verið starfrækt. Hamingjan skein úr hverju andliti en messan var gríðar vel sótt og stemningin góð. Predikari kvöldsins var enginn annar en Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur Seljakirkju en hann gat gott orð af sér sem æskulýðsfulltrúi Landakirkju hér á árum áður.

Í messunni voru flutt hefðbundin æskulýðslög á borð við Eins og lofsöngslag, Gleði gleði gleði, Skapa í mér hreint hjarta og Ég vil ganga inn um hlið hans. Söngur og ritningalestur var  í höndum Gísla Stefánssonar æskulýðsfulltrúa og Hreiðars Arnar Zoega Stefánssonar sem var fyrsti æskulýðsfulltrúi Landakirkju og segist vera sá besti hingað til. Messuguttarnir sáu svo um að leiða tónlistina en meðlimir þeirra góðu sveitar eiga heiður skilið fyrir flutninginn.

Stjórn KFUM&K í Vestmannaeyjum vill koma þakklætiskveðjum til allra þeirra sem sáu sér fært að koma og njóta lofgjörðar þessa góða kvöld og halda upp á áfangan með okkur. Einnig viljum við þakka Ólafi Jóhanni og Hreiðari Erni sérstaklega fyrir að koma og vera með en það gerði kvöldið ennþá eftirminnilegra.
Síðast en ekki sýst viljum við þakka Messuguttunum fyrir óeigingjarnt framtak sitt til félagsins og vonum að samstarfið verði áfram jafn gott og það hefur verið hingað til.

Messuguttarnir eru:
Birgir Nielsen – trommur
Kristinn Jónsson – Bassi
Matthías Harðarson – Hammond og pianó
Jarl Sigurgeirsson – trompet og raddir
Einar Hallgrímur Jakobsson – trompet
Sæþór Vídó – gítar og raddir
Gísli Stefánsson – gítar