Sunnudagurinn 26. október í Landakirkju verður sem hér segir:

Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 með söng og gleði, sögu og leikriti í umsjón fermingarbarna. Stundin er í höndum sr. Guðmundar.

Messa kl. 14:00. Sr. Guðmundur Örn predikar og sálmasöngur er í höndum Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács. Guðspjall dagsins segir frá því þegar Jesús læknaði lamaðan mann.

Enginn æskulýðsfundur verður þess helgi þar sem Æskulýðsfélagið er á Landsmóti ÆSKÞ um helgina. Frekar verður sagt frá því hér síðar.