Sunnudagurinn nk. hefst á Sunnudagaskólanum kl. 11:00 þar sem Sæþór Vídó leysir af á gítarnum. Sýningar á teiknimyndaflokkum HolyMoly hefjast sem og að söngurinn og brúðuleikrit fermingarbarnanna verða á sínum stað. Þema dagsins er „Faðir vor“.

Guðsþjónustan kl. 14:00 verður á sínum stað. Fermingarbörnin lesa upp úr ritingunni og kór Landakirkju sér um sálmasöng undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson prédikar.

Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, verður svo heimsótt. Guðsþjónusta verður þar kl 15:25 undir stjórn sr. Kristjáns. Kór Landakirkju undir stjórn Kittyar leiðir sálmasöng.