Tímasetningar á fræðslutímunum veturinn 2025 – 2026

Fermingarfræðslutímar:
þriðjudaga kl. 14.10
Þriðjudaga kl. 15.00

miðvikudaga kl. 14.15
miðvikudaga kl. 15.00

Hvert og eitt mætir í einn tíma á viku eftir hópaskiptingu í fermingartíma.

Fræðslugjaldið

Gjald er greitt fyrir hvert fermingarbarn vegna fermingarfræðslu til þeirra presta sem annast fræðsluna. Upphæðin er kr. 24.992,- fyrir heilan vetur. Til að létta undir getur fólk greitt gjaldið í áföngum, og haft samband við prestana.

Rétt er að geta þess að þetta gjald er samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands fyrir aukaverk presta og gildir fyrir alla presta þjóðkirkjunnar. Þess má geta að þegar að fermingardeginum kemur er greitt sérstaklega fyrir fermingarkirtil til Kvenfélags Landakirkju, kr. 2.000,-.

Almennt

Hvert fermingarbarn mætir einu sinni í viku í fræðslutíma. Auk þess mæta fermingarbörnin reglulega í messur í vetur, sem flestar eru kl. 13 á sunnudögum, aðstoða við barnaguðsþjónustu og taka þá m.a. að sér að flytja brúðuleikrit og fleira og taka þátt í vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með því að ganga í hús og safna fyrir vatnsbrunnum.